Reykjafell

Heildarlausnir fyrir fagfólk og fyrirtæki í rafiðnaði

Reykjafell er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar á fyrirtækjamarkaði.

Reykjafell

Heildarlausnir fyrir fagfólk og fyrirtæki í rafiðnaði

Reykjafell er framsækið og metnaðarfullt fyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir á sviði raf- og lýsingarbúnaðar á fyrirtækjamarkaði.

Fyrir íslenskan rafiðnað

Hjá Reykjafelli starfa að jafnaði um 50 manns. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en einnig hefur verið rekið útibú á Akureyri um árabil.

Ert þú fagmaður?

Reykjafell er heildsala fyrir fagfólk og fyrirtæki í rafiðnaði. Bein smásala til einstaklinga er ekki í boði, en í verslunum Byko má finna úrval af vörum Reykjafells. Að öðru leyti sjá löggiltir rafverktakar um endursölu og uppsetningu á rafbúnaði fyrir einstaklinga.

Fyrirtæki í rafiðnaði geta sótt um reikningsviðskipti og aðgang að vefverslun hér

Hundruð vandaðra vörumerkja

Reykjafell hefur allt frá upphafi lagt á það höfuðáherslu að bjóða upp á vandaða vöru frá gæða framleiðendum og þekktum vörumerkjum. Þar fer saman krafa okkar um gæði, verð og framboð, til að geta þjónustað rafiðnaðinn sem best.

Öflug netverslun og þjónustusíður

Reykjafell heldur úti öflugri netverslun fyrir fyrirtæki í reikningsviðskiptum og starfsmenn þeirra. Auk netverslunar er hægt að sjá reikninga, hreyfingarlista og pöntunarsögu á þínum síðum ásamt því að vista vörur í söfn og ýmislegt fleira.

Sjálfsafgreiðslukerfi í verslun

Þegar svo ber við að sölumenn eru allir uppteknir geta viðskiptavinir okkar afgreitt sig sjálfa á snertiskjá og sótt vörurnar í afgreiðslu örfáum mínútum síðar. Sjálfsafgreiðslukerfið er í senn notendavænt og mjög hraðvirkt.

Fjölbreyttar tæknilausnir

Reykjafell er í fremstu röð þegar kemur að nýjustu tæknilausnum fyrir rafiðnað.    

Reykjafell tekur ábyrgð á umhverfismálum í allri virðiskeðjunni

Reykjafell kappkostar við að bjóða uppá vörur sem eru síður skaðlegar fyrir umhverfi og heilsu. Það felast fjölmörg tækifæri á vistvænni innviðum á Íslandi sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum og orkuskiptum í samgöngum. Í þeirri vegferð hefur Reykjafell einsett sér að vera í fararbroddi með því að tryggja sínum viðskiptavinum sem og öðrum hagaðilum lausnir til að stuðla að sem hagkvæmustu notkun endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. 

Jafnréttisstefna Reykjafells

Grundvallarmarkmið Reykjafells er að allir starfsmenn fyrirtækisins geti látið ljós sitt skína og er jafnrétti órjúfanlegur hluti af þessu markmiði. Reykjafell hefur innleitt jafnréttisstefnu og fengið jafnlaunavottun frá ráðgjafafyrirtækinu versa og leyfi frá jafnréttisstofu til að nota merki jafnlaunavottunar.

Reykjafell hlaut nafnbótina Framúrskarandi fyrirtæki Credit Info sjötta árið í röð og einnig fyrirtæki ársins 2023 á vegum VR, þriðja árið í röð.

Impersonating as ()