Skilmálar

1. Almennt

Reykjafell ehf., kt. 530269-6559, Skipholti 35, 105 Reykjavík („Reykjafell“) er heildverslun fyrir fyrirtæki og fagfólk í rafiðnaði.

2. Aðilar og gildissvið

Þessir skilmálar gilda um notkun á vefsíðu Reykjafells og um kaup á vöru eða þjónustu fyrirtækisins. Notandi er aðili sem notar vefsíðu Reykjafells á einn eða annan hátt. Kaupandi er aðili sem kaupir, og eftir atvikum pantar, vöru eða þjónustu af Reykjafelli. Tilboðshafi er aðili sem fengið hefur tilboð frá Reykjafelli.

Skilmálar þessir tilgreina annars vegar réttindi og skyldur Reykjafells og hins vegar réttindi og skyldur notanda, kaupanda og tilboðshafa. Með því að nota vefsíðu Reykjafells eða kaupa vöru eða þjónustu af fyrirtækinu samþykkja framangreindir aðilar að gangast undir skilmála þessa.

Impersonating as ()