LBR iisy er mjög fjölhæfur þjarkur með framúrskarandi notendaviðmót og fullkomlega öruggur í notkun innan um fólk, enda hlaðinn samþættum hágæða skynjurum. LBR iisy getur verið ómissandi í hvaða framleiðslu sem er og er eins einfaldur í notkun og snjallsíminn. Hann er mjög sveigjanlegur en einnig mjög hraðvirkur eins og hefðbundin iðnaðarróbóti.
LBR iisy þjarkurinn skarar framúr þegar kemur að notendaviðmóti og uppsetningin tekur aðeins nokkrar mínútur. Engin þörf á sérstakri þjálfun í uppsetningu. LBR iisy er bæði hægt að forrita gegnum viðmót á skjá eða einfaldlega leiðbeina með handafli og kenna honum þannig að leysa viðkomandi verkefni.
Horfðu á myndbandið til að sjá meira um LBR iisy
LBR iisy hentar vel allstaðar þar sem öryggi, nákvæmni og hraði skipta öllu. LBR iisy eru notaðir á ýmsan máta vítt og breitt um heiminn, meðal annars til að meðhöndla vörur eða parta, pakka, prófa, setja saman, fylla á og óteljandi aðra vegu.
LBR iisy er afkastamikill þjarkur sem er léttur og meðfærilegur og hlaðinn hágæða samþættum skynjurum. Vinnuhraðinn er óviðjafnanlegur og hönnunin gerir hann liprari við að komast að stöðum sem eru mörgum öðrum þjörkum utan seilingar.