Glamox skipalýsing

Stolt siglir fleyið mitt

Góð lýsing á vinnusvæðum skiptir höfuðmáli og á það ekki betur við en þegar starfsstöðin er úti á hafi, þar sem allra veðra er von. Reykjafell býður upp á hágæða skipalýsingu frá Glamox, Luminell og Aqua Signal. Betri lýsing eykur öryggi og gerir vinnu út á rúmsjó bæði hraðari og öruggari.

Glamox skipalýsing

Stolt siglir fleyið mitt

Góð lýsing á vinnusvæðum skiptir höfuðmáli og á það ekki betur við en þegar starfsstöðin er úti á hafi, þar sem allra veðra er von. Reykjafell býður upp á hágæða skipalýsingu frá Glamox, Luminell og Aqua Signal. Betri lýsing eykur öryggi og gerir vinnu út á rúmsjó bæði hraðari og öruggari.

Kraftmikil flóðljós

RLX LED flóðljósin hafa löngu sannað sig sem frábær kostur við íslenskar aðstæður og taka við af hefðbundnum háþrýstingsnatríum- og halógenflóðljósum. Luminell býður upp á fljóðljós sem henta við flestar aðstæður þar sem hágæða og öflugrar lýsingar er krafist.

Umhverfisvænni kostur sem er einfalt að innleiða

MIR lamparnir eru sérhannaðir fyrir sjávarútveg og hafa gengist undir ýtrustu gæðaprófanir. Þeir spara meiri orku en sambærilegir lampar og eru gerðir til að þola töluvert álag.

Sérhannaðir fyrir sjávarútveg

MIR lamparnir hafa gengist undir ýtrustu gæðaprófanir. Þeir spara meiri orku en sambærilegir lampar og eru gerðir til að þola mikið álag. Lömpunum fylgir samræmisyfirlýsing frá ESB.

Reykjafell býður einnig upp á MIR LED kit sem er útskýrt í myndbandinu hérna.

CL35 HMI

CL35 er byggð á öflugri HMI ljósatækni. Hægt er að stilla lampana á tvöfaldan hvítan HMI, samsetningu af hvítu og útfjólubláu ljósi eða aðeins útfjólublátt ljós. CL35 er fáanlegur í standandi eða hangandi útgáfu og hægt að fá með innbyggðri IR hitamyndavél.

Skoða vörulista

CL38 HMI

CL38 er öflugasta leitarljósið okkar og byggir einnig á HMI ljósatækni. Hann deilir öllum eiginleikum með CL35 en með 30% meira ljósafli. CL38 er fáanlegur í standandi eða hangandi útgáfu og með valfrjálsu innbyggðri IR hitamyndavél.

Skoða vörulista

Aquasignal Series 75 siglingaljós

Aqua Signal Series 75, frá Glamox, eru hágæða LED-siglingaljós fyrir skip sem eru 20m eða lengri. Langlífi lampanna var forgangsverkefni við hönnun þeirra og gefur snjallt niðurtalningarkerfi notandanum vísbendingu um hvenær það er kominn tími til að skipta um ljósker. Jafnvel í 45°C er líftíminn 100.000 klukkustundir og er það tvöfalt lengri endingartími en flest önnur siglingaljós. Series 75 eru fáanleg í sérstakri Arctic útgáfu sem ætluð er til notkunar á lághitasvæðum. Í þeirri útgáfu er hitaþynna innan á glerlinsunni sem gerir ljósinu kleyft að sinna hlutverki sínu óaðfinnanlega niður að -38°C frosti.

Hágæða lýsing eykur öryggi og afköst

Til að ná fram langlífi LED-pera á borð við Series 75 siglingaljósin þarf hönnunin að vera afar traust og allir íhlutir í hæsta gæðaflokki. Þetta felur í sér hágæða LED-spenni og notkun á efnum sem þola slæmt veður og mismunandi hitastig. Sjóþolið ál, pólýkarbónat og hert bórsílíkatgler.

Spilaðu myndbandið til að sjá meira um Series 75 siglingaljósin

Impersonating as ()