12. sept. 2025
Fyrstu AI-stýrðu gatnamót Íslands komin í gagnið – Reykjafell, SWARCO og Seyond ryðja brautina
Reykjavíkurborg hefur tekið í notkun fullkomnustu tækni sem í boði er í dag á gatnamótum Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta er samvinnuverkefni SWARCO, Seyond, Reykjafells, Rafals og Reykjavíkurborgar. Hér er í fyrsta skipti í heiminum svo vitað sé, gervigreind notuð til að stýra gatnamótum ásamt því að nota fullkomin LiDAR skynjara til að skanna alla umferð í kringum gatnamótin.