Dægursveiflur í fjósum

Betri lýsing í fjósum eykur nyt kúa

Náttúruleg dagsbirta breytir um litarhitastig og ljósmagn eftir því sem líður á daginn og nú er kominn tækni sem líkir eftir þessu ferli, svokölluðum dægursveiflum. Rannsóknir sýna að nyt kúa eykst umtalsvert með réttri dag og næturlýsingu og bætir líðan þeirra og heilsu.

Dægursveiflur í fjósum

Betri lýsing í fjósum eykur nyt kúa

Náttúruleg dagsbirta breytir um litarhitastig og ljósmagn eftir því sem líður á daginn og nú er kominn tækni sem líkir eftir þessu ferli, svokölluðum dægursveiflum. Rannsóknir sýna að nyt kúa eykst umtalsvert með réttri dag og næturlýsingu og bætir líðan þeirra og heilsu.

Sólarhringnum stýrt með fullkomnu skjástýrikerfi

Rétt lýsing skiptir verulega miklu máli varðandi nyt hjá kúm. Sólarljós eykur framleiðslu á D-vítamíni og skiptir líka máli varðandi framleiðslu á melatóníni, en styrkur þess í blóði hefur mikil áhrif á frjósemi, atferli og vöxt hára.

Með notendavænu skjákerfi er á auðveldan hátt hægt að stilla lýsinguna í fjósinu fyrir hina ýmsu hópa. Þannig má auka vellíðan kúnna bæði á geldskeiði og á mjólkurskeiði. Mjólkurkýr eru þannig með eina sólarhringsstillingu og geldkýr með aðra. Hægt er að flýta eða seinka sólarhringnum allt eftir hvað hentar hverjum bónda best.

Mjólkurkýr og dægursveiflur

Náttúruleg birta er langt í frá alltaf eins og það er því í raun hvorki mönnum eða dýrum eðlislægt að fara snögglega úr engri birtu í fulla og kalda birtu. Venjulegur sólríkur sumardagur víðast hvar á jörðinni byrjar frá nóttu til dagsbirtu á um einni klst. og er fyrst í mjúkri birtu. Þegar kemur fram undir hádegi er birtan orðinn mun kaldari en mýkist svo aftur og keyrir niður við sólarlag.

Með skjákerfinu og dagsbirtustillanlegum og dimmanlegum lömpum getum við búið til svona dægursveiflur fyrir kýr.

Dæmi um stillingu fyrir mjólkurkýr:
Það byrjar að birta af degi kl. 5:00 og fyrst er litur birtunnar mjúkur og ljósmagnið keyrir upp í fullan styrk á einni klst. Litur lýsingarinnar kólnar svo eftir því sem líður á morguninn og er kominn í kalda birtu um kl. 11:00 og helst þannig til kl. 14:00. Eftir það fer lýsingin að mýkjast hægt og rólega aftur til kl. 20:00, en þá fer ljósmagnið að dimmast niður á um einni klst. og kl. 21:00 tekur dauf næturlýsing við til næsta morguns.

Rétt dag- og næturlýsing eykur nyt kúa umtalsvert

Tilraunir með lýsingu sem gerðar hafa verið erlendis sýna að með réttu fyrirkomulagi má auka mikið nyt kúnna. Þessum tilraunum er það sammerkt að hæstri nyt skila mjólkurkýr við daglýsingu í 16-18 klst. og næturlýsingu í 6-8 klst. Dagsnytin getur aukist um 8-10% (2-3 kg) kg á dag óháð því hver nytin er fyrir. Næturlýsing þarf að vera í a.m.k. 6 klst. svo að þessi áhrif náist fram.

Mælt er með daglýsingu sem hér segir:
• Mjólkurkýr, 16 klst.
• Geldkýr, 8 klst.
• Kvígur í uppeldi, 12-16 klst.

Tillaga að styrk lýsingar í fjósum, lux.
• Mjaltagryfja, mjólkurhús, meðhöndlunarstíur, 150-200 lux
• Fóðurgangar, 150 lux.
• Legusvæði, básar, biðpláss, 100-150 lux.
• Næturlýsing, 2-4 lux

Sérfræðingar Ljósgjafans sjá um áætlanagerð og uppsetningu sendið fyrirspurnir á ljosgjafinn@ljosgjafinn.is

Impersonating as ()