Easee Charge Lite

Ný og uppfærð Easee komin í hús

Easee Charge Lite, sem er fyrsta stöðin í nýrri kynslóð Easee hleðslustöðva, er komin á markað og leysir af hólmi eldri gerðir. Easee Charge Lite hleðslustöðin uppfyllir allar ströngustu kröfur eftirlitsstofnana norðurlanda og Evrópu. Á næstu vikum koma fleiri útgáfur á markað.

Easee Charge Lite

Ný og uppfærð Easee komin í hús

Easee Charge Lite, sem er fyrsta stöðin í nýrri kynslóð Easee hleðslustöðva, er komin á markað og leysir af hólmi eldri gerðir. Easee Charge Lite hleðslustöðin uppfyllir allar ströngustu kröfur eftirlitsstofnana norðurlanda og Evrópu. Á næstu vikum koma fleiri útgáfur á markað.

Nýjung í Easee Charge Lite

Á meðal nýjunga í Easee Charge Lite er möguleikinn á að stjórna stöðinni án þess að vera tengdur við internetið. Með Bluetooth tengingu er hægt að fá upplýsingar um stöðu hleðslu eða stjórnað henni. Einnig er hægt að loka eða opna læsingu á hleðslukapli. 

Réttur valkostur fyrir heimilið

Easee Charge Lite er hönnuð fyrir þá sem eru með einn til tvo bíla á heimili og sækjast eftir öruggri og áreiðanlegri hleðslu sem auðvelt er að stjórna. Hámarks hleðslugeta er 11kW á þriggja fasa tengingu og 7,4kW á einum.

Tengist eldri tengikvíum

Allar hleðslustöðvar í nýrri kynslóð frá Easee passa á eldri tengikvíar, Easee Ready sem helst óbreytt. Sama gildir um allan annan aukabúnað frá Easee, allt passar sem fyrr.

Hagkvæmur og öruggur kostur

Markmið Easee við hönnun og framleiðslu Easee Charge Lite er að bjóða upp á hagkvæma hleðslustöð fyrir heimili og minni notendur með einn til tvo rafbíla. Easee hefur einnig lagt á það mikla áherslu að nýjar kynslóðir hleðslustöðva verði prófaðar eftir ströngustu kröfum og að öll skjöl og vottanir verði klárar samtímis sem varan er markaðssett.

Hleðsla rafbílsins á bara að vera Easee

Impersonating as ()