Rýmingarsala Reykjafells – Búum til pláss fyrir nýjar vörur!
Comelit Ultra

Næsta kynslóð dyrasímakerfa

Comelit Ultra dyrasímakerfið sameinar fallega ítalska hönnun, öryggi og nýjustu tækni. Lausnin byggir á áratuga sérfræðiþekkingu Comelit og er niðurstaðan kerfi sem tryggir einstök endingargæði og frábæra upplifun fyrir alla notendur.

Comlite Ultra dyrasímakerfi
Comelit Ultra

Næsta kynslóð dyrasímakerfa

Comelit Ultra dyrasímakerfið sameinar fallega ítalska hönnun, öryggi og nýjustu tækni. Lausnin byggir á áratuga sérfræðiþekkingu Comelit og er niðurstaðan kerfi sem tryggir einstök endingargæði og frábæra upplifun fyrir alla notendur.

Comlite Ultra dyrasímakerfi
Comlite Ultra dyrasímakerfi

Falleg hönnun sem stenst tímans tönn

Útlit Comelit Ultra er nútímalegt, fágað og hannað til að standa jafnt undir kröfum í sérbýlum, fjölbýlum og atvinnuhúsnæði. Comelit Ultra er úr áferðarfallegum fyrsta flokks efnum sem tryggja framúrskarandi endingu.

  • Steyptur álrammi ver Comelit Ultra gegn veðrun, tæringu og UV-geislun. Hannaður til að auka endingu og viðhalda upphaflegu útliti í íslensku veðurfari.
  • Sterkir hnappar sem hvorki gulna né mattast, eru úr sama efni og notað er í framljós bíla til að tryggja góða endingu.
  • Þrír litir í boði: Ál, svartur (RAL9005), hvítur (RAL9010).

Comlite Ultra dyrasímakerfi

Einingakerfi veitir óteljandi möguleika

Comelit Ultra einingakerfið aðlagast þínum þörfum og felur í sér fjölbreyttar lausnir. Kerfið býður upp á myndavél, hreyfiskynjara, RFID-lesara, snertiskjá, talnaborð og margt fleira.

Spilaðu myndbandið til að vita meira

Comelit Ultra tryggir betri yfirsýn og aukið öryggi

Comelit Ultra er sveigjanlegt dyrasímakerfi sem er hægt að tengja beint við brunakerfi. Með slíkri samþættingu getur reykskynjari t.d. sent viðvörun beint í síma notenda, sem styttir viðbragðstíma og eykur öryggi til muna.

Comlite Ultra dyrasímakerfi

Fullkomið hljóð, myndavél og snertiskjár með RFID lesara

Comelit Ultra er með MEMS hljóðnema og hátalara. Samskiptin verða skýr og áreiðanleg, jafnvel í miklum hávaða t.d. af völdum roks eða mikillar umferðar.

Myndavélin er með breiðu sjónsviði, 120°–160° lárétt og 90°–100° lóðrétt. Allt að 2MP myndgæði. Hreyfiskynjari sér um að virkja LED-lýsingu þegar þörf er á.

5" snertiskjár sem veitir aðgang að nafnaskrá og lyklaborði, býður upp á sérsniðin skilaboð og hefur innbyggðan RFID-lesara fyrir öruggan og snertilausan aðgang.

Comlite Ultra dyrasímakerfi

Öruggt og einfalt aðgengi með Comelit Ultra talnaborðinu

Comelit Ultra talnaborðseiningin er áreiðanleg lausn sem er mjög sterkbyggð og einföld í notkun. Með skýrum tölum og leiðbeiningum á skjá er auðvelt að slá inn kóða eða hringja í íbúðir.

Auðvelt er að stýra aðgangi á fljótlegan og notendavænan hátt í gegnum MyComelit appið.

MyComelit appið

Öflug aðgangsstýring og snjallir aðgangslyklar

Comelit Ultra styður rafræna gestalykla og QR-kóða og geta eigendur meðal annars:

  • Sent tímabundna kóða til gesta.
  • Deilt QR-kóða sem skannast beint af myndavél dyrasímans.
  • Stýrt aðgengi fyrir þjónustu, gesti eða starfsmenn. Tilvalið fyrir hótel, Airbnb, skrifstofur og fjölbýli.

Comelit Ultra og tengdar vörur

Impersonating as ()