Reykjafell.is

Betri netverslun skapar hagræði

Hraði er lykilatriði í framgangi mála á verk- og vinnustöðum og því er mikilvægt að kerfi til innkaupa séu hraðvirk og öryggi notenda tryggt.

Reykjafell.is

Betri netverslun skapar hagræði

Hraði er lykilatriði í framgangi mála á verk- og vinnustöðum og því er mikilvægt að kerfi til innkaupa séu hraðvirk og öryggi notenda tryggt.

Hraði og öryggi að leiðarljósi

Í nútímasamfélagi eru gerðar kröfur um hraða og öryggi. Netverslun Reykjafells er hönnuð með þessar kröfur að leiðarljósi og getur því sparað starfsfólki sporin og fækkað ferðum af verkstað.

Fáðu pöntunina senda samdægurs á verkstað

Pantanir innan höfuðborgarsvæðisins er hægt að fá afhendar samdægurs beint á verkstað, en svo sendum við líka hvert á land sem er. Allar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag.

Haltu utan um verkefni fyrirtækisins með söfnum

Vistaðu vörur í safn og haltu þannig utan um kaup vegna tiltekins verks. Söfnin má einnig nota til að eiga greitt aðgengi að tilteknum vörum þegar samskonar verkefni skjóta oft upp kollinum.

Smelltu hjarta á þær vörur sem þú vilt vista í safn, þú getur svo sent allt safnið í körfuna seinna, með einum smelli.

Aðgangsstýring starfsfólks og þjónustuaðila

Viðskiptavinir Reykjafells geta nú auðveldlega stofnað aðgang að netverslun fyrir sitt fólk, skilgreint hvaða hlutverk það fær og hvaða upplýsingar það sér.

Mínar síður veita fullkomna yfirsýn

Náðu í hreyfingalista, farðu yfir reikninga og skoðaðu pöntunarsögu á mínum síðum.

Veldu þær tilkynningar sem þú vilt fá í pósthólfið

Viltu fá boð á netnámskeið eða vita af spennandi tilboðum? Þú stjórnar því í tilkynningum í aðalvalmynd.

Impersonating as ()