Reykjafell.is

Betri netverslun skapar hagræði

Hraði er lykilatriði í aukinni skilvirkni á vinnustöðum og því mikilvægt að kerfi til innkaupa séu einföld og öryggi notenda tryggt. Netverslun Reykjafells er hönnuð með þessar kröfur að leiðarljósiog getur sparað notendum bæði tíma og ökuferðir. 

Reykjafell.is

Betri netverslun skapar hagræði

Hraði er lykilatriði í aukinni skilvirkni á vinnustöðum og því mikilvægt að kerfi til innkaupa séu einföld og öryggi notenda tryggt. Netverslun Reykjafells er hönnuð með þessar kröfur að leiðarljósiog getur sparað notendum bæði tíma og ökuferðir. 

Gerðu framúrskarandi verkbækur á „mínum síðum“

Nú getur þú útbúið þínar eigin verkbækur á nokkrum mínútum á heimasvæði þínu á heimasíðu Reykjafells. Hver vara fær sína eigin upplýsingasíðu ásamt tækniupplýsingum. Að auki er hægt að velja mynd á forsíðu ásamt merki fyrirtækisins.

Afgreiðum samdægurs á verkstað

Allar netpantanir sem berast innan ákveðins tíma, eru afgreiddar samdægurs og sendar á viðkomandi fluttningsmiðstöð. Pantanir innan höfuðborgarsvæðisins sem berast fyrir hádegi, er hægt að fá pantaðar samdægurs á verkstað.

Haltu utan um verkefni fyrirtækisins með söfnum

Vistaðu vörur í safn og haltu þannig utan um kaup vegna tiltekins verks. Söfnin má einnig nota til að eiga greitt aðgengi að tilteknum vörum þegar samskonar verkefni skjóta oft upp kollinum.

Smelltu hjarta á þær vörur sem þú vilt vista í safn, þú getur svo sent allt safnið í körfuna seinna, með einum smelli.

Aðgangsstýring starfsfólks og þjónustuaðila

Viðskiptavinir Reykjafells geta nú opnað aðgang að netverslun fyrir starfsfólk sitt og skilgreint hvaða hlutverk það fær á vefversluninni. Hægt er að takmarka aðgang að upplýsingum sem gætu verið viðkvæmar eða trúnaðarupplýsingar.

Sjálfsafgreiðslukerfi í verslun

Reykjafell hefur komið upp sjálfsafgreiðslukerfi í söludeild til hagræðingar fyrir viðskiptavini sem aðeins þurfa að skrá sig inn með aukenni til að komast inn á sitt vefsvæði. Með því er hægt að forðast raðir eða bið eftir sölumanni. Sjálfsafgreiðslukerfið er eins og vefverslun Reykjafells, einfalt, notendavænt og hraðvirkt.

Fullkomin yfirsýn

Í netverslun Reykjafells er hægt að nálgast alla hreyfingarlista, reikninga og pöntunarsögu. Einnig má finna þar vörugreiningu sem er öflugt tól til að vinna úr hagkvæmum upplýsingum um magn og verð vöru, hverjir versluð og hvenær o.s.frv.

Tilkynningar í tölvupósti

Inn á heimasvæði þínu getur þú valið þær tilkynningar og Reykjafellsfréttir sem þú vilt fá í tölvupósti.

Impersonating as ()