76 af 119

NZM MÓTORDRIF : NZM3-XR24-30DC

Vörunúmer: 1618525

MÓTORDRIF FYRIR NZM3 - 24-30VDC

Til fjarkeyrslu á rofum fyrir NZM aflrofa og N skilrofa.  Til að keyra rofa í “on” skal standa “charged” í vinstri glugga mótordrifsins og “off” í þeim hægri (gæti þurft að handtjakka rofann í fyrsta sinn í “charged” stöðu).  Ýtið á I og mótordrifið keyrir rofann inn og í stað “charged” kemur “discharged” og rofinn er í on stöðu.  Um leið og rofinn er kominn í “on” stöðu hleður mótordrifið sig aftur og í stað “discharge” kemur aftur “charged” og mótordrfið því aftur tilbúið til innsetningar skyldi rofinn falla út.  Áríðandi: rofi sem fer úr “on” í “off” og aftur í “on” má ekki fara aftur í “on” fyrr en að 3 sekúndum liðnum, en það er sá tími sem mótordrifið þarf til að hlaða upp gormakraftinn að nýju. Ef rofi “trippar” skal fyrst keyra hann í “off” stöðu áður en hægt er að keyra hann aftur í “on” stöðu.

NZM3-XR24-30DC