34 af 70

LYRA EVO LED 32m M sjálfpr.: LV32N10 ABRT

Vörunúmer: 2724250

LINERGY LYRA EVO LED ÚT-LAMPI m/Autotesti

LED ÚT-lampi sem lýsir niður á glæra akrýlplötu,  M (maintained) sílogandi.  Notast á vegg, loft eða innfelldur.
Loft- og flaggfesting ásamt miðasetti fylgir lampanum, en kaupa þarf aukalega veggfestinguna  LV KT FP. 
Nota þarf aukalega innfellibúnað LV KT INC ef lampinn er felldur upp í kerfisloft.

ATHUGIÐ: Rafhlöðurnar koma óhlaðnar frá framleiðanda og verður að hlaða í 48 klst í fyrstu hleðslu.
Í lampanum er svokölluð bíó dimming.  Efst í spjaldinu er rofi sem dimmir LED-ið niður í u.þ.c 50% en við straumrof fer ljósmagn aftur í 100% (sjá Leiðbeiningar). 
AUTO-TEST  - Sjá leiðbeiningar neðar.

Aflnotkun:
2,5W  við hleðslu á rafhlöðu fyrstu 48 klst.
1,7W  eftir hleðslu rafhlöðu
0,8W  af rafhlöðu við straumrof í non-maintained
1,0W  ef dimmað t.d. í leikhúsi eða bíósal
Spenna:  230VAC 50Hz
Litarhitastig:  6000K
Lesfjarlægð:  32m 
Þéttleiki: IP40
Áverkaþol: IK08
Rafhlaða: NI-CD  4,8V 0,5Ah  ( 1.klst )
Hleðslutími:  12.klst
Vinnuhitastig:  0 / 40°CLengd:  289mm
Hæð:   261mm
Þykkt lampahúss mest: 34mm
Þykkt akrýl plötu: 5mm
Stærð akrýl plötu: B x H = 280 x 180 mm

Sjálfprófunarbúnaður (Autotest)

Búnaðurinn vinnur þannig að 15 dögum eftir straumsetningu og síðan alltaf á tveggja vikna fresti, fer fram virkniprófun
á lampanum sem tekur 5 sek. Þ.e. athugun rafbúnaðar, tenginga og ljósmagns. Hins vegar fer prófun á rafhlöðu
fram á 12 vikna fresti og stendur yfir í 1 klst.
Til þess að endurstilla tímasetningu prófana (t.d. hvenær dags og/eða hvaða dag), þá þarf að opna lampann og fjarlægja slaufuna á milli A og B.  Bíða í 5 sek og ganga svo aftur frá slaufutengingunni. Þessi aðferð gildir um LYRA EVO og ORION lampa. Fyrir aðra auto test lampa eins og Step, Vialed og Prodigy, þarf að fjarlægja botnplötuna frá lampahúsinu með öllum rafbúnaðinum sem aftengist um leið.  Bíða í 5 sek og ganga svo aftur frá botnplötunni á sinn stað.

Grænt stöðugt: Lampinn í lagi
Grænt blikkar: Prófun í gangi
Rautt stöðugt: Bilun í rafbúnaði
Rautt blikkar: Rafhlaðan ónýt eða prófun á rafhlöðu mistókst.

Leit : neyðarlampi, neyðarljós, neyðarlýsing, neyðarlampar, neyðar, díóðu, led lampi, led ljós, led lýsing, led lampar, led flóttaleiðarlampi

LV32N10ABRT