31 af 70

PRODIGY LED ÚT LAMPI IP65 sjálfpr.: PS08F10 ABRT

Vörunúmer: 2723020

LINERGY PRODIGY LED ÚT-LAMPI m/Autotesti

LED ÚT-lampi, 8W.   M (maintained) sílogandi.  Ef J5 Jumper tengið er fjarlægt, þá breytist lampinn í NM non-maintained neyðarlampa.
Hvítur flatur lampi, glæsilega hannaður á vegg eða loft.  Lampinn getur einnig verið hálfinnfelldur með því að nota ST KT CGE (okkar vörunúmer 2720824). Fyrir straumsetningu þarf að tengja á milli tengipunkta A og B
ATHUGIÐ: Rafhlöðurnar koma óhlaðnar frá framleiðanda og verður að hlaða í 48 klst í fyrstu hleðslu.
AUTO-TEST - Sjá leiðbeiningar neðar.


Afl:   1,6W LED
Spenna:  230VAC

Litarhitastig: 6000K
Ljósstreymi: NM -
85 lumen, M - 45 lumen
Þéttleiki: IP65
Rafhlaða: Li-Fe PO4 3,2V 0,55Ah  ( 1 klst )
Hleðslutími:  12 klst
Vinnuhitastig:  0 / 40°C
Lesfjarlægð : 17m
Lengd:  243mm
Breidd: 114mm
Dýpt:    33mm

Sjálfprófunarbúnaður (Autotest)

Búnaðurinn vinnur þannig að 15 dögum eftir straumsetningu og síðan alltaf á tveggja vikna fresti, fer fram virkniprófun
á lampanum sem tekur 5 sek. Þ.e. athugun rafbúnaðar, tenginga og ljósmagns. Hins vegar fer prófun á rafhlöðu
fram á 12 vikna fresti og stendur yfir í 1 klst.
Til þess að endurstilla tímasetningu prófana (t.d. hvenær dags og/eða hvaða dag), þarf að opna lampann og fjarlægja botnplötuna frá lampahúsinu með öllum rafbúnaðinum sem aftengist um leið. 
Bíða í 5 sek og ganga svo aftur frá botnplötunni á sinn stað.

Grænt stöðugt: Lampinn í lagi
Grænt blikkar: Prófun í gangi
Rautt stöðugt: Bilun í rafbúnaði
Rautt blikkar: Rafhlaðan ónýt eða prófun á rafhlöðu mistókst.

Leit : neyðarlampi, neyðarljós, neyðarlýsing, neyðarlampar, neyðar, díóðu, led lampi, led ljós, led lýsing, led lampar, led flóttaleiðarlampi

PR08F10ABRT