N1

Í verslun N1 í Borgarnesi er notað Tecton brautarkerfi frá Zumtobel sem býður upp á að geta verið með almennu lýsinguna og kastarana á sömu braut. 11 póla kerfi brautarinnar gefur möguleika á því að staðsetja lampana og kastarana hvar sem er á brautinni. Þannig er viðskiptavininum tryggður hámarks sveigjanleiki ef færa þarf kastara t.d. vegna breytinga í versluninni. Ecoos lamparnir frá Zumtobel lýsa í 360 gráður og skapa þannig einstaklega þægilegt umhverfi og góða lýsingu. Vivo LED kastararnir spara orku sem og að peruskipti verða óþörf svo árum skiptir.

Arkitekt: Ask Arkitektar, Reykjavík

Lýsingarhönnun: Verkís, Reykjavík

undefinedundefined