09 janúar 2015

Vörugjöld afnumin

Frá og með deginum í dag mun Reykjafell byrja að lækka vörur sem borið hafa vörugjöld.Lækkun á heildsöluverði nemur ríflega 13% og er ætlunin að þessi aðgerð verði að fullu búin skila sér til viðskiptavina í janúar 2015. Reykjafell mun taka á sig lækkun á eldri birgðum sem báru vörugjöld. Við hvetjum viðskiptavini til að vera á varðbergi og sannreyna að lækkunin skili sér út í verðlagið í þessum tilgreindu vöruflokkum út á markaðinn.