21 mars 2017

Reykjafell styrkir rafiðnaðardeild FSS

Reykjafell og Samtök rafverktaka á Suðurnesjum færðu rafiðnadeild skólans veglega gjöf á dögunum.

Þar var um að ræða raflagnaefni fyrir húsalagnir og mótorstýringa.  Það voru Þorvaldur Guðmundsson og Ottó Eðvarð Guðjónsson frá Reykjafelli og Hjörleifur Stefánsson frá Samtökum rafverktaka á Suðurnesjum sem afhentu gjöfina en það var Kristján Ásmundsson skólameistari sem veitti henni viðtöku.