27 mars 2018

Reykjafell fær viðurkenningu frá Spelsberg

Í fjóra áratugi hafa fyrirtækin Reykjafell og Spelsberg í Þýskalandi unnið saman, með góðum árangri, að framleiðslu, innflutnings og sölu á ótal gerðum tengidósa og tengikassa.
Hér má sjá Þorvald Guðmundsson taka við viðurkenningu frá Frank Massalik (Export Manager) á sýningunni Light and Building sem haldin var í Frankfurt í vikunni sem leið.