03 febrúar 2015

Rafbílar í Reykjafelli

Á Íslandi er raforkan í sérflokki, þar sem hún kemur eingöngu frá hreinum endurnýjanlegum orkugjöfum. Rafbílakaup eru hagkvæm á Íslandi vegna hagstæðs raforkuverðs, tollflokkakerfis og undanþágu frá virðisaukaskatti. Sem rafmagnsheildsala vill Reykjafell vera í farabroddi í rafbílavæðingunni og hefur því tryggt sér tvö eintök af fyrstu e-Golf rafbílunum sem komu til landsins. Bílarnir verða hlaðnir með ABL Sursum hleðslustöðvunum sem fást í Reykjafelli. Við hlökkum mikið til að sjá hvernig bílarnir reynast og geta þannig miðlað af reynslu okkar. Myndin var tekin á dögunum við afhendingu þessara glæsilegu bíla í Heklu.