20 mars 2015

Nýr þjónustuvefur Reykjafells

Reykjafell hefur opnað nýjan og glæsilegan þjónustuvef. Á þjónustuvefnum er hægt að nálgast reikninga og reiknings-yfirlit í þægilegu og einföldu viðmóti. Eldri þjónustuvefur verður lagður niður 1. maí en þangað til er hægt að nálgast hann hér. Einfalt er að sækja um aðgang á nýja vefinn með því að smella á krækjuna þjónustuvefur eða hér. Þeir sem eru nú þegar komnir með aðgang að nýju heimasíðunni þurfa ekki annan aðgang heldur komast beint inn á þjónustuvefinn einfaldlega með því að skrá sig inn og smella á krækjuna þjónustuvefur sem er við hliðina á innskráningu.  

Helstu þættir sem nýi þjónustuvefurinn býður upp á:

  • Allir reikningar aðgengilegir um 10 ár aftur í tímann
  • Einföld síun á reikningum eða færslum eftir skilgreindum forsendum 
  • Niðurhölun á XML skrá fyrir staka reikninga
  • Reikningar birtast í rauntíma og XML skrár daglega
  • Hægt að hala niður excel skrám úr reikningsyfirliti
  • Útprentun á afriti reikninga
  • Yfirlit yfir viðskiptareikning með stöðu og öllum færslum  

Við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér vefinn og vonumst til að hann verði til gagns í áframhaldandi ánægjulegu samstarfi.

Sækja um aðgang