01 september 2014

Ný heimasíða

Kæri viðskiptavinur, velkominn á nýja heimasíðu Reykjafells!

Það er okkur sönn ánægja að kynna nýja heimasíðu. Hér getur þú skoðað vörulistann okkar í gagnvirku og einföldu viðmóti ásamt því að fá mikið af gagnlegum upplýsingum varðandi vörurnar okkar. Heimasíðan virkar ekki aðeins með einföldum hætti í tölvum heldur skalast einnig í öllum helstu snjalltækjum sem getur verið gagnlegt í fjölbreyttum störfum á ýmsum vettvangi. Það er von okkar hjá Reykjafelli að þessi þjónustunýjung muni létta þér störfin til hagræðingar hjá þér og þínu fyrirtæki.

Einföld og öflug vöruleit
Hægt er að finna vörur og upplýsingar þeim tengdum með því að slá inn orð eða hluta úr orði í leitargluggann efst til hægri. Einnig er hægt að fara í vöruflokka í flipanum ,,vörur” og vafra þannig í gegnum vöruframboðið. Við mælum með að nota leitina, sem skilar þér niðurstöðum á örskotsstundu. Í leitargluggann er sem dæmi hægt að slá inn “kapalskór 70 12 kopar" en þá koma upp 70mm² kapalskór með M12 gati fyrir kopar. Ýmsar orðasamsetningar skila niðurstöðum, hægt er skrifa eðli vöru eins og t.d ,,ídráttarvír", vörumerki eins og t.d. ,,Jung" eða bara stikkorð eins og M20, 36w eða B16. Einnig er að sjálfsögðu hægt að nota vörunúmerinn okkar eða jafnvel bara gæluheiti eins og ,,bensli” eða ,,títur”. Gættu þess þó að leitin greinir ekki innsláttarvillur eða ranga samsetningu orða, því getur oft verið betra að skrifa minna en meira, samanber ,,dali” í stað ,,dali straumfesta". Við hvetjum þig til að prófa þig áfram og ef þú finnur ekki vöruna undir þínu heiti, láttu okkur vita svo við getum tekið það til athugunar.

Allar upplýsingar á einum stað
Nú þegar eru komin ríflega átta þúsund vörunúmer inn á heimasíðuna með tilheyrandi upplýsingum. Á næstunni munum við bæta við fleiri vörunúmerum og þar á meðal töluvert af sérpöntunarvöru sem er öllu jafna ekki til á lager. Þetta hefur í för með sér að allar upplýsingar tiltekinnar vöru eru aðgengilegar á sama stað. Allar helstu vörur munu hafa krækjur sem opna á allar upplýsingar um vöruna svo sem leiðbeiningar, staðla og tækniblöð.

Framtíðin

Á næstu vikum og mánuðum mun ýmislegt bætast við heimasíðuna. Fyrst um sinn er aðeins upplýsingahluti síðunnar aðgengilegur en verið er að prufukeyra nýjar þjónustur sem verða svo kynntar þegar allt verður klárt í þeim efnum. Ýmsar þjónustunýjungar munu líta dagsins ljós og skilvirkni síðunnar gerð enn meiri. Leitast verður við að hafa síðuna mjög lifandi og upplýsingastreymi mikið til viðskiptavina.

Verið velkomin að hafa samband við okkur með ábendingar eða spurningar varðandi heimasíðuna.

Við minnum á að Reykjafell er á Facebook og einnig með rás á YouTube.