13 nóvember 2014

Jelitto Star

Í rúma hálfa öld hefur Jelitto Star verið helsti framleiðandi jólalýsinga í Evrópu. Á þeim tíma hafa þeir í samstarfi við dreifingaraðila sína, hannað yfir 30.000 jólaskreytingar fyrir hina ýmsu viðskiptavini. Jelitto Star jólaskrautið er tilvalið fyrir bæjarfélög, fyrirtæki og aðra, sem vilja lýsa upp skammdegið með glæsilegri skrautlýsingu. Nú þegar eru flest bæjarfélög á Íslandi með jólaskraut frá Jetlitto Star til að fegra bæi sína fyrir jólin. 

Skreytingarnar eru mjög vandaðar og þola íslenska veðráttu vel. Þær hafa löngum sannað gildi sitt víðsvegar um landið og endast ár eftir ár. Bæði er hægt að nota E27 7w glærar glóperur eða LED 0,4w perur í skreytingarnar. Einnig er mikið úrval skreytingum sem hafa innbyggt LED. Endilega kynnið ykkur úrvalið hér 

ATH! Afgreiðslutími er 2-3 vikur frá því pöntun er gerð.