07 júní 2018

HM leikur Reykjafells

Við hjá Reykjafelli erum að komast í alveg hrikalegan HM gír og af því tilefni ætlum við að blása til skemmtilegs HM leiks.

Það eina sem þú þarft að gera er að koma við í næsta útibúi Reykjafells (Reykjavík, Akureyri og Reykjanesbæ) og spá fyrir um úrslitin í leikjum Íslands á HM. Í verðlaun eru flottir vinningar frá Ölgerðinni og Milwaukee.

Allir sem taka þátt fara svo í risapott þar sem í verðlaun er glæsilegur vinningur frá Milwaukee og kassi af Egils Gull.

Við verðum svo að sjálfsögðu með alla leikina á HM í beinni útsendingu ásamt léttum veitingum og góðri stemningu.

Kíktu við og taktu þátt í skemmtuninni.

ÁFRAM ÍSLAND!!!

p.s.
Ef þig langar að vita allt um þá 736 leikmenn sem eru á HM, þá getur þú byrjað hér:
https://www.theguardian.com/football/ng-interactive/2018/jun/05/world-cup-2018-complete-guide-players-ratings-goals-caps