21 júlí 2015

Golfmót Reykjafells verður haldið 21. ágúst

Golfmót Reykjafells “Normally Open” verður haldið á Hústóftavelli, Grindavík, föstudaginn 21.ágúst.

Völlurinn er 18 holur, fimm þeirra eru á bökkunum með sjónum, þrettán eru norðan þjóðvegarins og teygja sig skemmtilega inn í hraunið.

Við hjá Reykjafelli látum þennan völl ekki framhjá okkur fara og blásum til leiks.

Eftir að móti lýkur verður boðið upp á léttar veitingar við verðlaunaafhendingu.

 

SkráningarVinsamlegast skráið ykkur á netfangið: otto@reykjafell.is

Skráið eftirfarandi: nafn, kennitölu, forgjöf, farsíma og hvort þið hyggist taka rútu eða einkabíl.

Skráningu lýkur á hádegi 19. Ágúst.

 

Akstur: Brottför rútu frá Reykjafelli verður kl 11:00

Áætluð heimkoma: kl 20:00

Tee-off: Ræst verður út af öllum teigum kl 13:00

Leikfyrirkomulag: Punktakeppni