17 september 2018

Frábært golfmót!

Síðastliðinn fimmtudag, 13. september, héldum við okkar árlega golfmót sem að þessu sinni fór fram á hinum glæsilega Hlíðavelli í Mosfellsbæ.
Veðrið lék við þáttakendur sem nutu sín hið besta við frábærar aðstæður og sýndu margir hverjir glæsileg tilþrif.

Þeir sem báru sigur af hólmi, og hlutu glæsilega vinninga, voru eftirfarandi:
1.sæti - Hrólfur Þórarinsson
2.sæti - Sigurþór Sævarsson
3.sæti - Bjarnþór Erlendsson

Þá voru einnig veitt nándarverðlaun á öllum Par 3 holum sem og verðlaun fyrir lengsta drive.
Reykjafell óskar sigurvegurunum innilega til hamingju og þakkar öllum þáttakendum fyrir komuna.
Við hlökkum til að sjá alla aftur að ári liðnu.

Takk kærlega fyrir okkur!