28 febrúar 2019

Tilboð á ABL hleðslustöð

Tilboð á ABL hleðslustöð. ABL HLEÐSLUSTÖÐ 3F/16A 11 kW TYPE 2 með innbyggðum lekaliða. Veggfesting fylgir með.
20 desember 2018

Jólagjöf og hátíðarkveðjur

Fyrir hönd allra rafiðnaðarmanna á Íslandi gaf Reykjafell ellefu rafiðnaðardeildum landsins jólagjöf. Í ár var jólagjöfin inneign að upphæð 100.00,-kr., fyrir hverja rafiðnaðardeild, til kaupa á þeim búnaði og efni sem vantar til að efla menntun í okkar fagi.
17 desember 2018

Opnunartími um jól og áramót

24.12.2017 Aðfangadagur Lokað 25.12.2017 Jóladagur Lokað 26.12.2017 Annar í jólum Lokað 27.12.2017 Fimmtudagur 08:00 - 17:00 (07:30 - 17:00 í Reykjanesbæ) 28.12.2017 Föstudagur 08:00 - 17:00 (07:30 - 17:00 í Reykjanesbæ)) 31.12.2017 Gamlársdagur Lokað 01.01.2018 Nýársdagur Lokað
05 desember 2018

Jólatilboð 2018

Kíktu á okkar frábæru jólatilboð. Tilboðin gilda út desember 2018 eða á meðan birgðir endast.
15 nóvember 2018

Framúrskarandi fyrirtæki 2018

Í gær tók Ottó E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Reykjafells, við viðurkenningu frá Creditinfo sem eitt af framúrskarandi fyrirtækjum ársins 2018. Það eru aðeins 2% allra fyrirtækja á Íslandi, sem komast á þennan lista, þannig það er ljóst að við erum heldur betur að standa okkur vel.
05 október 2018

Snjallheimilið er orðið ennþá snjallara!

Snjallheimilið er orðið ennþá snjallara! Við kynnum hið nýja Smart Home kerfi LUXORliving. Viltu stýra lýsingunni, stjórna hitanum eða draga gardínurnar niður? LUXORliving frá Theben er einfalt og snjallt kerfi sem er jafn auðvelt að nota eins og að forrita. Einfaldlega dásamlegt. Dásamlega einfalt.
17 september 2018

Frábært golfmót!

Síðastliðinn fimmtudag, 13. september, héldum við okkar árlega golfmót sem að þessu sinni fór fram á hinum glæsilega Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Veðrið lék við þáttakendur sem nutu sín hið besta við frábærar aðstæður og sýndu margir hverjir glæsileg tilþrif.
31 ágúst 2018

Smekkleg og notaleg útilýsing í heimagarði á höfuðborgarsvæðinu.

Smekkleg og notaleg útilýsing í heimagarði á höfuðborgarsvæðinu. Það er algjör óþarfi að flóðlýsa allan garðinn/pallinn heldur liggur fegurðin í réttum staðsetningum ... og auðvitað réttu lömpunum :-)
24 ágúst 2018

Fallegt þarf ekki að kosta mikið!

Einstaklega smekkleg og falleg útfærsla á útilýsingu, við Kringluna, hjá inngangi D á annarri hæð.
02 ágúst 2018

Vinningshafi í Stóra HM-leiknum

Nú er búið að draga í Stóra HM leiknum okkar en skemmst er frá því að segja að þáttakan var frábær. Það var svo Guðjón H. Sigurðsson, hjá Rafholt, sem var dreginn út og hlýtur hann glæsileg verðlaun frá okkar góðu samstarfsaðilum. Hann fær glæsilega Milwaukee borvél frá Verkfærasölunni, 4 "rútur" af Egils Gull frá Ölgerðinni og "skemmtilegan" HÚ! bol frá Hugleiki Dagssyni. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt og nú er bara að bíða eftir næsta stórmóti!
07 júní 2018

HM leikur Reykjafells

Við hjá Reykjafelli erum að komast í alveg hrikalegan HM gír og af því tilefni ætlum við að blása til skemmtilegs HM leiks. Það eina sem þú þarft að gera er að koma við í næsta útibúi Reykjafells (Reykjavík, Akureyri og Reykjanesbæ) og spá fyrir um úrslitin í leikjum Íslands á HM. Í verðlaun eru flottir vinningar frá Ölgerðinni og Milwaukee. Allir sem taka þátt fara svo í risapott þar sem í verðlaun er glæsilegur vinningur frá Milwaukee og kassi af Egils Gull.
18 maí 2018

Arnar Þór Hafþórsson

Arnar Þór Hafþórsson hefur verið ráðinn sem Sölu- og markaðsstjóri Reykjafells. Arnar hefur komið að slíkum verkefnum hjá öðrum sambærilegum fyrirtækjum en mun núna veita Reykjafelli liðsinni með sinni þekkingu og reynslu. Með ráðningu Arnars munu tengsl okkar við viðskiptavini verða enn betri og ásýnd og framsetning á vörum og þjónustu stórbatna. Samhliða þessu mun Adam Þorsteinsson vinna nánar með viðskiptavinum okkar í stjórnkerfum og fleira því tengdu. Við bjóðum Arnar velkominn til starfa.
27 mars 2018

Reykjafell fær viðurkenningu frá Spelsberg

Í fjóra áratugi hafa fyrirtækin Reykjafell og Spelsberg í Þýskalandi unnið saman, með góðum árangri, að framleiðslu, innflutnings og sölu á ótal gerðum tengidósa og tengikassa. Hér má sjá Þorvald Guðmundsson taka við viðurkenningu frá Frank Massalik (Export Manager) á sýningunni Light and Building sem haldin var í Frankfurt í vikunni sem leið.
02 febrúar 2018

Reykjafell opnar glæsilegt nýtt útibú í Reykjanesbæ

Á dögum opnaði Reykjafell nýtt útibú við Hafnargötu 61 í Reykjanesbæ, í tilefni þess var haldið glæsilegt opnunarhóf fyrir viðskiptavini þar sem Bjarni töframaður hélt fjörinu gangandi langt fram eftir kvöldi. Við erum afar stolt af nýja útibúi okkar í Reykjanesbæ. Hátt þjónustustig verður í aðalhlutverki með það að markmiði að mæta kröfum viðskiptavina Reykjafells.
02 febrúar 2018

Framúrskarandi fyrirtæki 2017

Reykjafell hf. er á meðal 2,2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla skilyrðin og styrkleikamat Creditinfo em lögð eru til grundvallar við greiningu á framúrskarandi fyrirtækjum 2017 og 2016. Reykjafell hlaut einnig viðurkenningu fyrir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2017 frá viðskiptablaðinu og Keldan.
20 desember 2017

Hátíðarkveðjur

Reykjafell óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
05 desember 2017

Dreymir um KLAUKE-verkfæratösku frá Reykjafelli

Reykjafell lét drauminn rætast hjá Halldóri rafvirkja og gaf honum KLAUKE verkfæratösku í jólagjöf
31 október 2017

Sölumaður í Reykjanesbæ

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða sölumann í nýtt útibú okkar í Reykjanesbæ. Leitum að stundvísum áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstakling sem vill vinna með góðri liðsheild. Vinnutími er frá 07:30 - 17.00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
18 október 2017

KYORITSU námskeið

Reykjafell býður þér og þínum samstarfsmönnum á stutt og hagnýtt námskeið í notkun helstu handmæla frá KYORITSU. Boðið verður upp á dag - og kvöldnámskeið þann 8. nóvember í Reykjavík og dagnámskeið þann 9. nóvember á Akureyri.
29 september 2017

Heimsókn frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti kom í heimsókn til Reykjafells á dögunum þar sem nemendur í kvöldskóla rafiðnaðardeildar fengu að kynnast og fræðast nánar um LED lýsingarbúnað. Nemendur skólans voru mjög áhugasamir og þakkar Reykjafell FB kærlega fyrir komuna.
21 september 2017

Boð á kynningu; Performance In Lighting & Linergy!

Kynning og fræðsla verður haldin í þingsal á Icelandair Hótel Natura þann 4. október næstkomandi klukkan 08:30-12:00. Léttar veitingar í boði Reykjafells. Athugið: Takmarkað sætaframboð!
22 ágúst 2017

Við þökkum fyrir frábært golfmót

Síðastliðinn föstudag, 18.ágúst, var okkar árlega golfmót, Normally Closed, haldið á Akranesi. Gleði , sól og blíða ásamt fábærum kylfingum einkenndi mótið í ár. Þeir sem báru sigur af hólmi í golfmótinu voru eftirfarandi; 1.sæti - Hafsteinn Þór F Friðriksson 2.sæti - Óskar Ingi Gunnarsson 3.sæti - Heimir Halldórsson Reykjafell óskar sigurvegurunum innilega til hamingju og þakkar öllum viðskiptavinum fyrir komuna. Vonandi sjáum við flesta aftur að ári liðnu. Takk kærlega fyrir okkur!
22 ágúst 2017

Viltu starfa með okkur?

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða sölumann í raflagnadeild, sölumann í lýsingadeild og starfsmann á lager. Vinnutími er frá 08:00-17:00.
14 ágúst 2017

Sölumaður í lýsingardeild óskast

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða sölumann í lýsingardeild okkar. Leitum að stundvísum áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstakling sem vill vinna með góðri liðsheild. Vinnutími er frá 08.00-17.00 og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
10 júlí 2017

Pöntunarsaga - Vefverslun

Í vefverslun okkar geta viðskiptavinir í reikningsviðskiptum pantað yfir 7.000 vörur og fengið þær sendar eða sótt til okkar. Nú hafa viðskiptavinir kost á að pantað sömu vörur með einu smelli í gegnum pöntunarsögu Reykjafells. Þar eru einnig ítarlegar tækniupplýsingar um hverja vöru og yfirsýn yfir allar pantanir sem viðskiptavinur hefur verslað í gegnum vefverslun Reykjafells.
10 júlí 2017

Performance in Lighting

Fyrirtækin SBP, Prisma og Spittler hafa nú verið sameinuð undir nafninu Performance in Lighting!
10 júlí 2017

Mico Pro frá MURR

Mico Pro er ný og endurbætt lausn frá Murrelektronik til straumvöktunar á 12-24VDC stýristraumskerfum. Modular kerfið gerir þér kleift að aðlaga kerfið nákvæmlega að þínum þörfum – hagstæð verð og tekur lítið pláss í skápum.
05 júlí 2017

Golfmót Reykjafells 2017 Boðsmót

Kæru kylfingar, nú er komið að hinu árlega golfmóti Reykjafells “Normally Closed” Mótið verður haldið á Garðavelli, Akranesi, föstudaginn 18. ágúst. Eins og undafarin ár verður keppt eftir leikfyrirkomulaginu “punktakeppni”. Skráning á mótið fer fram á golf.is fyrir miðvikudaginn 16. ágúst. Skráning í rútu er með tölvupósti á iris@reykjafell.is. Léttar veitingar verða á meðan mótinu stendur en því lýkur upp úr kl 17:30 með kvöldverði og verðlaunaafhendingu. Vonandi sérðu þér fært um að mæta! Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni okkar, reykjafell.is og/eða golf.is.
14 júní 2017

Pylsa eða pulsa?

Sumarið er tíminn! Í tilefni þess að sumarið er komið og við hjá Reykjafelli í miklu stuði, viljum við bjóða þér í ljúffenga pylsuveislu! Grillvagninn mætir á svæðið föstudaginn 16.júní milli 11:30-13:00 -Verið velkomin í grillaðar pylsur og gos! Sjáumst í Skipholtinu!
13 júní 2017

Sölumaður í raflagnadeild

Vegna aukinna verkefna óskum við eftir að ráða sölumann í raflagnadeild okkar. Leitum að stundvísum áreiðanlegum og þjónustulunduðum einstakling sem vill vinna með góðri liðsheild. Vinnutími er frá 08.00-17.00. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
31 maí 2017

Sölumaður í iðnstýrideild

Við leitum að jákvæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi til starfa í iðnstýrideild Reykjafells. Vinnutíminn er frá 08:00-17:00 alla virka daga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
21 mars 2017

Reykjafell styrkir rafiðnaðardeild FSS

Reykjafell og Samtök rafverktaka á Suðurnesjum færðu rafiðnadeild skólans veglega gjöf á dögunum. Þar var um að ræða raflagnaefni fyrir húsalagnir og mótorstýringa. Það voru Þorvaldur Guðmundsson og Ottó Eðvarð Guðjónsson eigendur Reykjafells ásamt Hjörleifi Stefánsson frá Rafverktakafélagi Suðurnesja sem afhentu gjöfina en það var Kristján Ásmundsson skólameistari sem veitti henni viðtöku.
08 mars 2017

"Rafbílavæðing - verkefni og lausnir"

Föstudaginn 10. mars verður ráðstefnan "Rafbílavæðing - verkefni og lausnir" á vegum SART haldin á Grand Hótel. Hér verða ýmis áhugaverðir fyrirlestrar og verður Reykjafell með sýningarbás fyrir framan fyrirlestrarsalinn. Þar verða til sýnis hleðslustöðvar fyrir einstaklinga, fjölbýli og fyrirtæki. Ekki missa af fróðlegum fyrirlestrum um allar hliðar rafbílavæðingar.
27 janúar 2017

Reykjafell framúrskarandi fyrirtæki 2016

Creditinfo staðfestir hér með að Reykjafell hf. er í hópi framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi árið 2016 Af tæplega 35.000 skráðum fyrirtækjum á Íslandi uppfylla 624 skilyrði Creditinfo um styrk og stöðugleika.
22 desember 2016

Jólakveðja til þín!

Reykjafell óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
19 desember 2016

Reykjafell styrkir Barnaspítala Hringsins!

Reykjafell styrkir Barnaspítala Hringsins með stolti jólin 2016. Hugsum vel um börnin okkar yfir hátíðarnar! Gleðileg jól!
15 nóvember 2016

Golfmót Reykjafells 2017 Boðsmót (1)

Kæru kylfingar, nú er komið að hinu árlega golfmóti Reykjafells “Normally Closed”  Mótið verður haldið á Garðavelli, Akranesi, föstudaginn 18. ágúst. Eins og undafarin ár verður keppt eftir leikfyrirkomulaginu “punktakeppni”. Skráning á mótið fer fram á golf.is fyrir miðvikudaginn 16. ágúst. Skráning í rútu er með tölvupósti á iris@reykjafell.is. Léttar veitingar verða á meðan mótinu stendur en því lýkur upp úr kl 17:30 með kvöldverði og verðlaunaafhendingu.  Vonandi sérðu þér fært um að mæta! Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðunni okkar, reykjafell.is og/eða golf.is.
07 nóvember 2016

Tölvukerfi uppfært

Kæru viðskiptavinir Um helgina var tölvukerfi okkar uppfært. Við biðjumst velvirðingar á þeim töfum sem kunna að verða tímabundið vegna uppfærslurnar og biðjum viðskiptavini að sýna okkur þolinmæði næstu daga meðan við vinnum að fínstillingu og hámarks skilvirkni kerfisins. Með fyrirfram þökk, Starfsfólk Reykjafells
23 september 2016

Nýjung frá MP Bolagen

Reykjafell kynnir nýjungar frá sænska framleiðandanum MP Bolagen í plast tengla- og kapalrennum!
04 ágúst 2016

Golfmót Reykjafells “Normally Open”

Kæru kylfingar, nú er bjartasti tími ársins genginn í garð og þá er komið að hinu árlega golfmóti Reykjafells “Normally Open”
23 maí 2016

Vörukynning á LED lýsingu frá SBP á Hótel Hilton!

Sérfræðingar frá SBP fara yfir nýjustu lausnir þeirra í LED lýsingu.
07 janúar 2016

Rafmagnaðir fyrirlestradagar

Í tilefni þess að Reykjafell er 60 ára langar okkur að bjóða þér á rafmagnaða fyrirlestradaga á Hótel Hilton 13 -15 janúar. Takmarkað sætaframboð! Skráðu þig hér: http://www.reykjafell.is/fyrirlestrar
22 desember 2015

Gleðileg jól

Reykjafell óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er líða. Lokað á aðfangadag og gamlársdag.
14 desember 2015

Framkvæmdir í dag

Í dag verður inngangur söludeildar fyrir neðan hús, og upp hringstigann. Við biðjum viðskiptavini okkar velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda.
07 desember 2015

Reykjafell lokar kl 16:00 í dag vegna óveðurs.

Reykjafell hefur ákveðið að loka í dag kl 16:00 vegna yfirvofandi veðurs.
16 október 2015

Bleikur dagur í dag

Reykjafells vefurinn verður málaður bleikur í dag. Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.
09 október 2015

Þjónustuleiðir á vefnum

Reykjafellsvefurinn er í stöðugri þróun...
24 ágúst 2015

Heimasíða uppfærð - Netspjall

Heimasíða Reykjafells skartar nú nýrri ásýnd, ásamt ýmsum nýjungum. Það er einlæg von okkar að þessi breyting skili sér til viðskiptavina okkar í formi framúrskarandi þjónustusíðu sem er skilvirkari en áður jafnt í tölvum sem snjalltækjum.
21 júlí 2015

Golfmót Reykjafells verður haldið 21. ágúst

Golfmót Reykjafells “Normally Open” verður haldið á Hústóftavelli, Grindavík, föstudaginn 21.ágúst. Við hjá Reykjafelli látum þennan völl ekki framhjá okkur fara og blásum til leiks. Eftir að móti lýkur verður boðið upp á léttar veitingar við verðlaunaafhendingu.
12 júní 2015

Reykjafell kynnir ESPRO-einingakerfið

ESPRO einingakerfið er ný lína töfluskápa frá ABN. Kerfið er einfalt og hagkvæmt í uppsetningu og hefur svörun markaðarins verið framar björtustu vonum.
24 apríl 2015

Red Dot Award 2015

Samstarfsaðili Reykjafells; LED Linear, fékk á dögunum hin virtu hönnunarverðlaun Red Dot Award 2015. Verðlaunin fá einungis þeir sem sýna framúrskarandi hæfni á sviði hönnunar og gæða.
20 mars 2015

Nýr þjónustuvefur Reykjafells

Reykjafell hefur opnað nýjan og glæsilegan þjónustuvef.
03 febrúar 2015

Rafbílar í Reykjafelli

Sem rafmagnsheildsala vill Reykjafell vera í farabroddi í rafbílavæðingunni og hefur því tryggt sér tvö eintök af fyrstu e-Golf rafbílunum sem komu til landsins.
09 janúar 2015

Vörugjöld afnumin

Frá og með deginum í dag byrjum við að lækka verð á vörum sem borið hafa vörugjöld. Lækkun á heildsöluverði nemur ríflega 13% og er ætlunin að þessi aðgerð verði að fullu búin skila sér til viðskiptavina í janúar 2015.
07 janúar 2015

Auglýsingaherferð

Reykjafell hefur gert auglýsingasamning við Morgunblaðið.
19 desember 2014

Jólakveðja

Reykjafell óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er líða. Lokað á aðfangadag og gamlársdag.
13 nóvember 2014

Jelitto Star

Í rúma hálfa öld hefur Jelitto Star verið helsti framleiðandi jólalýsinga í Evrópu. Á þeim tíma hafa þeir í samstarfi við dreifingaraðila sína, hannað yfir 30.000 jólaskreytingar fyrir hina ýmsu viðskiptavini. Jelitto Star jólaskrautið er tilvalið fyrir bæjarfélög, fyrirtæki og aðra, sem vilja lýsa upp skammdegið með glæsilegri skrautlýsingu. Nú þegar eru flest bæjarfélög á Íslandi með jólaskraut frá Jetlitto Star til að fegra bæi sína fyrir jólin.
01 september 2014

Ný heimasíða

Kæri viðskiptavinur, velkominn á nýja heimasíðu Reykjafells! Það er okkur sönn ánægja að kynna nýja heimasíðu. Hér er hægt að skoða vörulistann okkar í gagnvirku og einföldu viðmóti sem og nálgast allar þær upplýsingar sem gagnlegt er að hafa í samstarfi okkar. Heimasíðan virkar ekki aðeins með einföldum hætti í tölvum heldur skalast einnig í öllum helstu snjalltækjum sem getur verið gagnlegt í fjölbreyttum störfum á ýmsum vettvangi. Það er von okkar hjá Reykjafelli að þessi þjónustunýjung muni létta þér störfin til hagræðingar hjá þér og þínu fyrirtæki.
28 ágúst 2014

Normally Open verður 14. ágúst

Garðavöllurinn á Akranesi liggur í Leyninum og er einn elsti völlur landsins, frá árinu 1965. Við hjá Reykjafelli látum þennan völl ekki framhjá okkur fara og blásum til leiks. Eftir að móti lýkur verður boðið upp á léttar veitingar við verðlaunaafhendingu.
28 ágúst 2014

Led lampar

Reykjafell býður núna eingöngu LED lausnir í neyðarlýsingu frá LINERGY og þarf því að sérpanta lampa með flúrpípu hér eftir. Áfram verða þó til á lager hinir sívinsælu lampar frá Menvier.