Reykjafell býður viðskiptavinum sínum upp á reikningsviðskipti. Óskir þú eftir að komast í reikningsviðskipti þá vinsamlega fylltu út umsóknina hér að neðan. Mánaðarleg reikningsviðskipti eru háð því skilyrði að vöruúttektir eru á gjalddaga fyrsta dags næsta mánaðar eftir úttektarmánuð og eindagi er 10. dag sama mánaðar, nema að um annað sé sérstaklega samið. Eftir að umsókn hefur verið staðfest verður haft samband við viðkomandi innan þriggja daga. Skilyrði fyrir samþykki reikningsumsóknar er að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá hjá Creditinfo Ísland.

GDPR (Persónuverndarlög, General Data Protection Regulation) samþykki vegna umsóknar um reikningsviðskipti
Um leið og þú sendir okkur umsókn gegnum þessa síðu á heimasíðu Reykjafells heimilar þú Reykjafelli að meðhöndla allar tilteknar upplýsingar, að móttaka, skoða, geyma og eyða skv. verklagsreglum Reykjafells. 
Allar umsóknir um reikningsviðskipti berast framkvæmdastjóra Reykjafells og eru geymdar í pósthólfi hans auk pósthólfs gjaldkera Reykjafells.  Verklagsreglur Reykjafells kveða á um að allar umsóknir eru skoðaðir og metnar, meðal annars á vefsvæði www.creditinfo.is  til samræmis við verklagsreglur Reykjafells.
Þar sem Reykjafell er ekki með greiðslugátt þ.e.a.s. hefur ekki val um að greitt sé gegnum netið þá er eingönu um að ræða reikningsviðskipti eða viðskipti gegn staðgreiðslu á staðnum.